Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Fjallabyggðar er hér með auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur.
Eyrarflöt á Siglufirði - (Greinargerð / uppdráttur)
Deiliskipulagstillagan gengur út á að fullbyggja það svæði sem aðalskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðarsvæði við Eyrarflöt.
Frístundabyggð við Saurbæjarás á Siglufirði (Greinargerð og uppdráttur)
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 27 frístundahúsum og er 21,5 ha að stærð og afmarkast við Skútuá í norðri og austri, strandlengju í vestri og Saurbæjarás í suðri.
Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði (Greinargerð / uppdráttur)
Deiliskipulagstillagan gengur út á að skilgreina betur núverandi hesthúsasvæði hestamannafélagsins Glæsis og svæði og byggingarreiti fyrir frístundabúskap.
Snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði (Greinargerð / Uppdráttur)
Deiliskipulagssvæðið er um 147 ha að stærð og afmarkast til austurs af efstu lóðarmörkum í Siglufjarðarbæ og í suðri afmarkast svæðið af norðurhlið núverandi snjóflóðavarnargarðsins Stóra bola. Til vesturs nær svæðið út fyrir væntanlegt svæði fyrir upptakastoðvirki og í norðri nær svæðið út fyrir núverandi snjóflóðavarnargarða.
Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði (greinargerð / uppdráttur)
Deiliskipulagssvæðið er um 44,5 ha að stærð og er skipulagt sem frístundasvæði til ýmissa nota. Skipulagssvæðið afmarkast af þjóðvegi í suðri, affalli Ólafsfjarðarvatns, Ósnum að austan, sjávarströndinni að norðan og fjallsrótum að vestan.
Snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði (greinargerð / uppdráttur / umhverfisskýrsla)
Deiliskipulagssvæðið er um 28 ha lands. Það afmarkast af íbúðarhúsum við Hornbrekkuveg og Túngötu í norðri, bænum Hlíð í suðri og Ólafsfjarðarvegi í vestri. Umhverfisskýrsla fylgir tillögunni og auglýsist hér með.
Flæðar Ólafsfirði (greinargerð / uppdráttur)
Deiliskipulagstillagan gengur út á að skipuleggja hverfið að fullu og stuðla þannig að því að hverfið fullbyggist.
Deiliskipulagstillögurnar ásamt greinargerð liggja frammi á tæknideild sveitarfélagsins að Gránugötu 24 á Siglufirði, á skrifstofutíma frá og með miðvikudeginum 20. febrúar til miðvikudagsins 3. apríl 2013. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni www.fjallabyggd.is. Allar tillögur eru undir skipulagsmál í útgefnu efni.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar við skipulagstillögurnar skulu hafa borist tæknideild sveitarfélagsins eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 3. apríl 2013 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar.