Auglýsing – íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. maí 2017 fer fram laugardaginn 14. apríl 2018.

Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 og verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Spurt verður:
Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Valkostir:
Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný
.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosninga er ráðgefandi fyrir bæjarstjórn (107. gr. Sveitarstjórnarlaga).

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar