Atvinnulífið

Rækjuvinnsla hefst eftir páska. Eins og við höfum áður sagt frá, er áætlað að hefja rækjuvinnslu á ný hjá Rammanum á Siglufirði um miðjan apríl.   Á  fimmtudaginn skrifuðu forsvarsmenn verkalýðsfélagsins Einingar Iðju undir samning við Ramma ehf. í sambandi við laun og vinnutilhögun í nýju Rækjuvinnslunni.  Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma segist reikna með að þarna skapist 8-12 ný störf. Byrjað er að ráða í störfin.