Atvinna

Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf fyrir námsmenn.

Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.

Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf fyrir námsmenn. Ráðið er í störfin frá 1. Júní til 31. júlí. Um er að ræða 5 störf sem unnin eru bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Unnið verður m.a. að eftirfarandi verkefnum:

·      Aðgengi fyrir alla -hellulögn og stígagerð.

·      Átak í umferðaöryggi -götumerkingar.

·      Skógrækt í Siglufirði, -stígagerð, sláttur og grisjun.

·      Ágengar plöntur, -eyða ágengum plöntum.

Umsóknir berist á skrifstofur Fjallabyggðar fyrir 22. maí 2012, frekari upplýsingar veitir Valur Þór, umhverfisfulltrúi í síma 844 0220.