04.09.2023
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.
Þriðjudaginn 5. september fer fram opinn kynningarfundur á hraðlinum Startup Storm, sem Norðanátt stendur fyrir. Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi og er markmið okkar að skapa kraftmikið samfélag fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu sem eru að vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.
Lesa meira
04.09.2023
Opið er fyrir umsóknir um styrki úr bæjarsjóði fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til kl. 15:00 mánudaginn 25. septmeber nk. Einungis verður hægt að sækja um rafrænt inn á Rafræn Fjallabyggð.
Lesa meira
01.09.2023
Að gefnu tilefni vill Fjallabyggð taka fram að við sorplosun frá heimilum er notast við sérútbúinn bíl þegar plast- og pappa tunnur eru losaðar. Bíllinn er tvískiptur og með honum er hægt að losa t.d. almennt sorp og endurvinnanlegt í sömu ferð án þess að blanda því tvennu saman. Því er allri flokkun í Fjallabyggð haldið til haga líkt og ráð er fyrir gert.
Lesa meira