Fréttir

Fjöruhreinsun í Héðinsfirði 2022

Snemma í vor var mikið plastrusl úr Héðinsfjarðarfjöru flutt til förgunar á Siglufirði. Meðal annars eitt hundrað úttroðnir netpokar eða u.þ.b. 7-10 rúmmetrar og var afrakstur vetrarsöfnunar Lisu Dombrowe og Ragga Ragg. Hreinsunin hélt svo áfram í sumar þegar vinir þeirra og stuðningsfólk kom til aðstoðar á Örkinni Gunna Júl 24. júlí. Nærri tuttugu manns sigldu þá til hreinsunar í Héðinsfirði og voru plokkaðir um 6 rúmmetrar af plasti – hluti af því smágert brotaplast, komið nálægt frumeindum sínum.
Lesa meira

Grillveisla fyrir eldri borgara í Fjallabyggð í boði Kiwanis - Ný staðsetning

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu við Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði laugardaginn 3. september frá kl. 12:30 Ekki verður hægt að vera með grillið í skógræktinni vegna flugu. Borð og stólar verða á staðnum.
Lesa meira