Fréttir

Sundlaugin í Ólafsfirði opnar eftir framkvæmdir 3. júlí nk.

Sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði opnar á ný eftir framkvæmdir. Endurbótum er ekki að fullu lokið en ákveðið hefur verið að opna sunnudaginn 3. júlí nk.
Lesa meira

Flaggað vegna hryðjuverka í Osló

Fjallabyggð flaggar regnbogafána vegna hryðjuverkaárásar á hinsegin skemmtistað í Osló. Regnbogafáninn mun blakta við hún í nokkra daga til minningar um fórnarlömb þessa ofbeldisverks og til stuðnings hinsegin fólks.
Lesa meira

Bragi Freyr Kristbjörnsson ráðinn deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð

Bæjarstjórn samþykkti á 217. fundi sínum að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í stöðu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð, en staðan var auglýst var 6. maí síðastliðinn. Fjórar umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira

„Það kalla ég rart“ Sýningaropnun Stefáns Jónssonar í Pálshúsi Ólafsfirði

„Það kalla ég rart“ Sýningaropnun Stefáns Jónssonar í Pálshúsi Ólafsfirði laugardaginn 25. júní kl. 15:00. Sýningin verður opin á opnunartíma Pálsshúss til 25. júlí 2022
Lesa meira

217. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

217. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 16, Ólafsfirði. 23. júní 2022 kl. 17.00.
Lesa meira

Lágmyndir og leikur í Ráðhússalnum - Sýning bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2022

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar útnefndi Aðalheiði S. Eysteinsdóttur Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2022. Af því tilefni opnar hún sýningu í Ráðhússal Fjallabyggðar á Siglufirði á verkum sem hún hefur unnið á undanförnum níu mánuðum. Með sýningunni vill hún þakka þann heiður sem henni er sýndur með útnefningunni.
Lesa meira

17. júní hátíðarhöldum frestað til 18. júní

17. júní hátíðarhöldum frestað til 18. júní Vegna mikillar rigningarspár á morgun 17. júní hefur verið tekin ákvörðun um að fresta hátíðardagskrá fram til laugardagsins 18. júní kl. 12:00 Á Siglufirði á Rauðkutorgi verður stórglæsileg hátíðardagskrá og er dagskráin í höndum Ungliðasveitarinnar Smástráka í ár.
Lesa meira

Frekari tafir á opnun sundlaugar í Ólafsfirði

Vegna enn frekari tafa við afhendingu efnis við endurnýjun búningsklefa í sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði verður sundlaugin ekki opnuð 20. júní eins og ráðgert hafði verið. Stefnt er að opnun laugarinnar eins fljótt og auðið er eftir að efni berst verktökum.
Lesa meira

17. júní 2022

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á Siglufirð verður stórglæsileg hátíðardagskrá í ár og er dagskráin í höndum Ungliðasveitarinnar Smástráka.
Lesa meira

Opnunartími í líkamsrækt íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði 11.-13. júní

Opið verður í líkamsræktarsal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði dagana 11. – 13. Júní sem hér segir: Laugardag 11. júní kl. 10 – 14 Sunnudag 12. júní kl. 10 – 14 Mánudag 13. júní kl. 13 - 19
Lesa meira