Fréttir

182. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 182. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 11. mars 2020 kl. 17:00
Lesa meira

Uppbygging ferðamannastaða í Fjallabyggð - Fundur í Tjarnarborg 19. mars kl. 17:00

Fjallabyggð boðar til fundar með öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðamannastaða í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg 19. mars 2020 og hefst kl. 17:00 og er opinn öllum sem láta sér málefnið varða.
Lesa meira

Samningar náðust - verkfalli aflýst

Samninganefnd BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitararfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga BSRB, skrifaði rétt eftir miðnætti undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambandsins með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn nær til 7000 félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Boðum verkföllum sem áttu að hefjast á miðnætti hefur fyrir vikið verið aflýst.
Lesa meira

Fréttatilkynning vegna fyrirhugaðra verkfalla aðildarfélaga BSRB mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars

Hjá Fjallabyggð eru starfsmenn í tveimur stéttarfélögum innan BSRB eða Starfsmannafélagi Fjallabyggðar og Kili, Stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Alls stóðu 17 aðildarfélög BSRB fyrir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem stóð frá 17. - 19. febrúar og samþykktu félagsmenn í 15 þeirra að boða til aðgerða dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl hafi samningar ekki náðst.
Lesa meira

Árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Lesa meira

Kompan Alþýðuhúsinu - Hulda Hákon - Sýning dagana 7.- 22.  mars 2020

Laugardaginn 7. mars kl. 15.00 opnar Hulda Hákon sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á þessari sýningu eru lítil málverk, lágmynd og texti sem tengjast sögum bátsmannsins.
Lesa meira

Leiðbeiningar vegna COVID-2019 og fjarveru starfsmanna

Leiðbeiningar vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarveru starfsmanna, Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á eftirfarandi er varðar leiðbeiningar vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarveru starfsmanna. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarvista starfsmanna. Þar er farið yfir nokkur mikilvæg atriði varðandi kórónaveirunnar og leiðbeiningar um viðbrögð ef starfsfólk fer í sóttkví eða smitast. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur undir þær leiðbeiningar sem ríkið setur fram varðandi fjarvistadaga og launalega meðhöndlun þeirra. Hér að neðan hafa leiðbeiningar til launagreiðenda vegna COVID-2019 veirunnar, verið settar fram á einfaldan hátt sveitarfélögum til hægðarauka.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á skíðagöngunámskeið dagana 3.-5. mars nk. kl. 18:00

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á skíðagöngunámskeið dagana 3.-5. mars nk. kl. 18:00 Eftirspurn eftir námskeiðum fyrir fullorðna í skíðagöngu hefur stóraukist síðustu misseri og mun Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða áhugasömum tækifæri til að læra á gönguskíði. Námskeiðið hentar byrjendum sem lengra komnum. Farið verður í undirstöðu atriði fyrir byrjendur, staða, rennsli, detta, bremsa o.fl. Fyrir lengra komna verður farið í tækni, þyngdarflutning, brekkur o.fl.
Lesa meira