12.02.2020
Markmið laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þ.a.l. við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.
Lesa meira
10.02.2020
181. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 12. febrúar 2020 kl. 17.00
Lesa meira
07.02.2020
Í gær, fimmtudaginn 6. febrúar, var Elías Þorvaldsson útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2020. Er það í ellefta sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur í Fjallabyggð.
Við athöfnina sem fram fór í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði voru einnig formlega afhentir, menningar- og fræðslustyrkir, styrkir til reksturs safna og setra og styrkir til hátíðarhalda.
Lesa meira
05.02.2020
Á haustmánuðum 2019 skrifaði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) undir samning við Eyþing/SSNE um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf eða sameiningu safna á Norðurlandi eystra við höfuðsöfnin.
Lesa meira
05.02.2020
Núna á vorönn verða mörg áhugaverð námskeið í boði á vegum SÍMEY í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð – til viðbótar við íslenskunámskeið á Dalvík og í Ólafsfirði. Um er að ræða bæði fjögur starfstengd námskeið og þrjú tómstundanámskeið. Skráning er hafin á öll þessi námskeið, sem eru unnin og boðið upp á í samstarfi við Einingu-Iðju, Kjöl og Sameyki. Fyrsta námskeiðið verður haldið í næstu viku, 6. febrúar.
Lesa meira
04.02.2020
Sex ólík menningarverkefni á landsbyggðinni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann 2020.
Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020.
Lesa meira
03.02.2020
Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar. Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á postur@anr.is vegna tillagna sveitarfélaga er 1 vika frá birtingu tillagnanna á vef ráðuneytisins. Að þeim tíma liðnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum.
Lesa meira