Fréttir

Tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Leikskóla Fjallabyggðar

Á morgun mánudag 2. nóvember lokum við klukkan 12:00 vegna skipulagsdags. Ástæðan er að við þurfum að bregðast við nýrri reglugerð um skólastarf vegna covid. Foreldrar fá svo nánari upplýsingar um skólastarfið eftir skipulagsdaginn.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Grunnskóla Fjallabyggðar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að nýjar hertar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti 31. október sl. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á næstunni. Tekin hefur verið ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Stjórnendur og starfsfólk skólans þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best.
Lesa meira