28.03.2018
Í sumar verður ráðist í 1. áfanga endurgerðar á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig endurgerð skólalóðarinnar er skipt í þrjá áfanga.
Í fyrsta áfanga, sem afmarkaður er með appelsínugulri punktalínu á myndinni er áætlað að endurgera svæðið næst skólahúsinu að framan og norðan að íþróttahúsi. Áfangi 2 er merktur með gulri punktalínu og síðasti áfanginn, áfangi 3 með rauðri.
Lesa meira
28.03.2018
Taktu þátt í þróun á upplifunum í apríl með Blue Sail!
Í apríl verða haldnar vinnustofur með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail. Skráning fer fram á heimasíðu MN og hefst þriðjudaginn 27. mars. Við viljum þróa það besta sem völ er á þegar kemur að upplifun ferðamanna, þar á meðal þeim sem tengjast mat og matargerð.
Lesa meira
28.03.2018
Laugardaginn 31. mars 2018 kl. 13:00 – 16:00 verður hægt að kjósa á 2. hæð í Ráðhúsinu á Siglufirði og Bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.
Frá og með 3. apríl verður hægt að kjósa utan kjörfundar í bókasöfnunum á eftirfarandi tíma, Bókasafnið Siglufirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.
Bókasafnið Ólafsfirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.
Lesa meira
28.03.2018
Samanburður á kennsluskipulagi fyrir og eftir nýja fræðslustefnu 2017
Lesa meira
28.03.2018
Frístund er samstarfsverkefni grunnskólans, íþróttafélaga í Fjallabyggð og Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Lesa meira
28.03.2018
Kynningarfundur vegna tillögu að deiliskipulagi malarvallarins og breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, verður haldinn í bæjarstjórnarsal Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði þriðjudaginn 3. apríl kl. 17:00.
Lesa meira
27.03.2018
Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskahátíðina. Listsýningar, tónleikar, dansleikir, fjölbreytt skemmtun og síðast en ekki síst nægur snjór og skemmtilegheit á skíðasvæðunum. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð yfir páskana.
Lesa meira
26.03.2018
158. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, miðvikudaginn 28. mars 2018 og hefst kl. 12:15
Lesa meira
23.03.2018
Miðvikudaginn 28. mars verður haldinn fundur með handverksfólki úr Fjallabyggð sem áhuga hefur á að taka þátt í Norrænu Strandmenningarhátíðinni sem haldin verður dagana 4. – 8. júlí nk. á Siglufirði.
Lesa meira
23.03.2018
Í byrjun núverandi skólaárs var upphafi skóladags í Menntaskólanum á Tröllaskaga breytt og hefst nú skólinn kl. 8.10 í stað 8.30 áður. Þetta var liður í því að stilla saman stundatöflur menntaskólans og grunnskólans þar sem það hentaði ekki grunnskólanum að hefja skóladaginn seinna. Stundatafla MTR var þannig aðlöguð að og stillt eftir óskum grunnskólans.
Lesa meira