30.03.2017
Dagskrárgerðarmenn N4 hafa verið duglegir að heimsækja Fjallabyggð, flytja þaðan fréttir og stuttar kynningar af atvinnulífi staðarins.
Á dögunum heimsótti teymið í þættinum Að norðan hjá N4 Ólafsfjörð og kynntu þau sér nýsköpun í ferðaþjónustu sífellt fleiri ferðamenn heimsækja Fjallabyggð og svæðið þar í kring og hefur ferðamannatímabilið lengst
Lesa meira
28.03.2017
Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskana. Ljósmyndasýning, tónleikar, listasýningar, helgistundir og síðast en ekki síst nægur snjór og endalaust páskafjör á skíðasvæðinu Skarðsdal Siglufirði.
Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi yfir páskana í Fjallabyggð.
Lesa meira
28.03.2017
Opnunartímar íþróttamiðstöðva og safna í Fjallabyggð verður sem hér segir um páskana:
Lesa meira
23.03.2017
Miðvikudaginn 22. mars var lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Tjarnarborg. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í keppninni og á miðvikudaginn voru það 9 keppendur frá Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóla sem tóku þátt, en þeir höfðu verið valdir fulltrúar sinna skóla í undankeppnum. Nemendur lásu í þremur umferðum, fyrst texta úr Sögunni um bláa hnöttinn, síðan ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og í lokaumferðinni fluttu nemendur ljóð að eigin vali. Það var þriggja manna dómnefnd sem sá um að meta frammistöðu nemenda. Hátíðin var mjög vel heppnuð og sannkölluð menningarhátíð þar sem nemendur stóðu sig allir með mikilli prýði.
Lesa meira
23.03.2017
Síðastliðin þriðjudag var alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisréttis en hann er haldin 21. mars ár hvert. Af því tilefni er um alla Evrópu haldnir viðburðir fyrir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ungt fólk.
Lesa meira
22.03.2017
Blakfélag Fjallabyggðar náði góðum árangri á sínu fyrsta starfsári og vann 2. deild karla á Íslandsmótinu í blaki sem lauk nú um nýliðna helgi. Stóð félagið uppi sem sigurvegari mótsins og endaði með 37 stig, einu stigi meira en HK-C. Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar var í neðsta sæti fyrir mótið í 2. deild, en náði með góðum árangri að koma sér úr níunda sæti í það sjöt
Lesa meira
16.03.2017
Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskana.
Fyrirhugað er að gefa út viðburðardagatal þar sem tilgreindir verða viðburðir í Fjallabyggð yfir páskana.
Lesa meira
14.03.2017
Í gærkveldi þann 14. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni.
Lesa meira
12.03.2017
Ráðstefna um ferðaþjónustu í Fjallabyggð fékk góðar viðtökur ferðaþjónustuaðila og annarra sem láta sér málefnið varða en 45 manns sátu ráðstefnuna sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg 9. mars sl.
Lesa meira
08.03.2017
Í gær þriðjudaginn 7. mars fóru fram uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskagaí Menningarhúsinu Tjarnarborg og hófust þeir kl. 17:00. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku. En undanfarin ár hafa nemendur unnið sér inn rétt til þátttöku í Nótunni með því að taka þátt í tónleikum í heimabyggð.
Lesa meira