Fréttir

Frábært Norðurlandsmót í boccía

Norðurlandsmótið í Boccia var haldið síðastliðinn laugardag í Íþróttahöllinni á Húsavík og mættu 24 keppendur, eldriborgara og fatlaðra frá Snerpu á Siglufirði.
Lesa meira

Seinni hundahreinsun !

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: Námuvegi 11 (Olís portið) Ólafsfirði mánudaginn 21. nóvember kl:13:00-15:00 Áhaldahúsinu Siglufirði mánudaginn 21. nóvember kl:16:00-18:00
Lesa meira

Fjallabyggð burstaði Seltjarnarnes

Lið Fjallabyggðar gjörsigraði Seltjarnarnes í Útsvari. Þau Halldór Þormar, Guðrún og Jón Árni mættu til leiks í Útsvar í fyrsta sinn þennan veturinn föstudagskvöldið þann 11. nóvember og voru andstæðingarnir lið Seltjarnarnes, skipað þeim Karli Pétri Jónssyni, Sögu Ómarsdóttur og Stefáni Eiríkssyni.
Lesa meira

Haukur Orri í ungmennráð Menntamálastofnunar

Haukur Orri Kristjánsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut í MTR hefur tekið sæti í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar. Í ungmennaráði stofnunarinnar situr fólk á aldrinum 14-18 ára í samræmi við þann vilja hennar að taka tillit til skoðana ungs fólks og gera það að þátttakendum í ákvörðunum stofnunarinnar. Haukur Orri er fulltrúi UMFÍ í ungmennráðinu ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu. Þar sitja einnig fulltrúar frá Barnaheillum, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanni barna og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sjá nánar um ungmennaráð Menntamálastofnunar hér: https://www.mms.is/frettir/stofnun-ungmennarads-menntamalastofnunar
Lesa meira

Útboð – ræsting Leikskóli Fjallabyggðar

Umhverfis- og tæknideild Fjallabyggðar fyrir hönd fræðslu- frístunda- og menningarmáladeildar Fjallabyggðar óskar eftir tilboðum í reglulega ræstingu og sumarhreingerningu í Leikskóla Fjallabyggðar samkvæmt útboðslýsingu.
Lesa meira

Viðbygging við Leikskála formlega tekin í notkun

Í gær, fimmtudaginn 3. nóvember, var formlega tekin í notkun viðbygging við leikskólann Leikskála á Siglufirði.
Lesa meira