27.01.2011
60. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði föstudaginn 28. janúar 2011 kl. 15.30.
Lesa meira
27.01.2011
Að gefnu tilefni er bent á að hafinn er áætlunarakstur milli Siglufjarðar og Akureyrar þrjá daga vikunnar.
Hópferðabílar Akureyrar eru með áætlunarakstur milli Siglufjarðar og Akureyrar.
á heimasíðu þeirra má sjá aksturstöflu:
Rútan fer fimm daga í viku Ólafsfjörður/Akureyri, en þrjá daga í viku Siglufjörður/Akureyri (er stjörnumerkt)
http://hba.is/is/page/aaetlunarferdir
Lesa meira
25.01.2011
Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028 hefur verið samþykkt. Búið er að koma fyrir hnappi hér til vinstri á síðunni til að auðvelda aðgang að skipulaginu, einnig er hægt að sjá það hér: http://www.fjallabyggd.is/is/page/adalskipulag_2008-2028/
Lesa meira
22.01.2011
Nýja rennibrautin verður opnuð á morgun sunnudag, við sundlaugina í Ólafsfirði.
Frítt verður í sund í tilefni dagsins og opið verður frá 10-17.
Góða skemmtun.
Svæðið verður svo formlega vígt þegar nær dregur vori.
Lesa meira
18.01.2011
Ráðstefna í tilefni af útgáfu bókarinnar
Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng: Samgöngur, samfélag og byggðaþróun
Menntaskólanum á Tröllaskaga, 22. janúar 2011, kl. 13–16.
Ráðstefnan er ollum opin.
Lesa meira
14.01.2011
Þrettándagleði Kiwanisklubbsins Skjaldar Siglufirði sem frestað var vegna veðurs, verður haldin á morgun laugardag 15. janúar.
Blysför frá Ráðhústorgi kl: 17:00.
Brenna og flugeldasýning kl: 17:20.
Grímuball eftir brennuna í Allanum.
Lesa meira
13.01.2011
Ármann Viðar Sigurðsson hefur tekið til starfa sem deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar.
Ármann er lærður húsasmiður og byggingartæknifræðingur. Ármann á fjögur börn (13, 17, 23 og 24 ára) og býr hann í Ólafsfirði ásamt sambýliskonu sinni, Elínu Sigríði Friðriksdóttur. Síðast starfaði hann hjá Háfelli við gerð Héðinsfjarðarganga.
Bjóðum við hann velkominn til starfa hjá Fjallabyggð.
Lesa meira
11.01.2011
Hér má sjá aksturtöfluna sem gildir frá og með 11. janúar og þangað til annað verður tilkynnt.
Lesa meira
07.01.2011
Heimilissorp var ekki losað í Ólafsfirði í gær og í dag eins og gert var ráð fyrir vegna veðurs. Sorpið verður tekið um leið og veður leyfir.
Lesa meira
07.01.2011
Tæknideild Fjallabyggðar óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð 2011 - 2013
Lesa meira