Fréttir

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 28. janúar 2011 kl. 15.30

60. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði föstudaginn 28. janúar 2011 kl. 15.30.
Lesa meira

Áætlunarakstur til Akureyrar

Að gefnu tilefni er bent á að hafinn er áætlunarakstur milli Siglufjarðar og Akureyrar þrjá daga vikunnar.   Hópferðabílar Akureyrar eru með áætlunarakstur milli Siglufjarðar og Akureyrar. á heimasíðu þeirra má sjá aksturstöflu:  Rútan fer fimm daga í viku Ólafsfjörður/Akureyri, en þrjá daga í viku Siglufjörður/Akureyri (er stjörnumerkt) http://hba.is/is/page/aaetlunarferdir
Lesa meira

Aðalskipulag FJallabyggðar 2008-2028

Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028 hefur verið samþykkt. Búið er að koma fyrir hnappi hér til vinstri á síðunni til að auðvelda aðgang að skipulaginu, einnig er hægt að sjá það hér: http://www.fjallabyggd.is/is/page/adalskipulag_2008-2028/
Lesa meira

Rennibrautirnar við sundlaugina í Ólafsfirði opnaðar

Nýja rennibrautin verður opnuð á morgun sunnudag, við sundlaugina í Ólafsfirði. Frítt verður í sund í tilefni dagsins og opið verður frá 10-17. Góða skemmtun. Svæðið verður svo formlega vígt þegar nær dregur vori.
Lesa meira

Áhrif Héðinsfjarðarganga á Fjallabyggð

Ráðstefna í tilefni af útgáfu bókarinnar Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng: Samgöngur, samfélag og byggðaþróun Menntaskólanum á Tröllaskaga, 22. janúar 2011, kl. 13–16. Ráðstefnan er ollum opin.
Lesa meira

Þrettándagleði Kiwanisklúbbsins Skjaldar

Þrettándagleði Kiwanisklubbsins Skjaldar Siglufirði sem frestað var vegna veðurs, verður haldin á morgun laugardag 15. janúar. Blysför frá Ráðhústorgi kl: 17:00. Brenna og flugeldasýning kl: 17:20. Grímuball eftir brennuna í Allanum.  
Lesa meira

Deildarstjóri tæknideildar

Ármann Viðar Sigurðsson hefur tekið til starfa sem deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar. Ármann er lærður húsasmiður og byggingartæknifræðingur.  Ármann á fjögur börn (13, 17, 23 og 24 ára) og býr hann í Ólafsfirði ásamt sambýliskonu sinni, Elínu Sigríði Friðriksdóttur. Síðast starfaði hann hjá Háfelli við gerð Héðinsfjarðarganga. Bjóðum við hann velkominn til starfa hjá Fjallabyggð.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur

Hér má sjá aksturtöfluna sem gildir frá og með 11. janúar og þangað til annað verður tilkynnt.  
Lesa meira

Sorp losað þegar veður leyfir

Heimilissorp var ekki losað í Ólafsfirði í gær og í dag eins og gert var ráð fyrir vegna veðurs. Sorpið verður tekið um leið og veður leyfir.
Lesa meira

Útboð

Tæknideild Fjallabyggðar óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð 2011 - 2013
Lesa meira