Fréttir

Kveikt á jólatrjám í Fjallabyggð

Kveikt verður á jólatránum þann 27.nóvember í Ólafsfirði kl. 16:00 og kl. 17:00 á Siglufirði.
Lesa meira

Breytingar á aðalskipulagi

Í kjölfar athugasemda sem bárust við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samþykkti Bæjarstjórn Fjallabyggðar eftirfarandi breytingar á aðalskiplaginu:
Lesa meira

Umferðartafir í Múlagöngum

Vegna viðgerða verða umferðartafir í Múlagöngum frá kl. 8:00- 18:00 þriðjudaginn 23. nóvember, miðvikudaginn 24. nóvember og fimmtudaginn 25. nóvember.
Lesa meira

Auglýsing um deiliskipulag - Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eftirfarandi deiliskipulagstillögu:
Lesa meira

Aðventuhátíð í Fjallabyggð

Nú er kominn tími til að huga að árlegri aðventuhátíð í Fjallabyggð. Allir þeir sem ætla sér að vera með viðburði á aðventunni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við undirritaða. Kveikt verður á jólatrénu á Siglufirði og Ólafsfirði laugardaginn 27. nóvember og sama dag verður jólamarkaður í og við Tjarnarborg. Einnig verður jólamarkaður 11. desember og jólatrjáasala fyrir íbúa. Minnum á að panta þarf jólahúsin tímalega. Söluaðilar hafi samband við Karítas, karitas@fjallabyggd.is, s: 464 9200. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff Fræðslu- og menningarfulltrúi
Lesa meira

Sameining félaga

Leiftur og KS samþykktu í gær á aðalfundum sínum að sameina félögin. Haldinn var stofnfundur sameinaðs félags KS og Leifturs í beinu framhaldi. Kosið var um nafn á félaginu og fyrir valinu varð KF - knattspyrnufélag Fjallabyggðar og munu sameinuðu félögin spila undir merkjum KF frá og með 1.janúar 2011.
Lesa meira

Fjallabyggðartrefillinn 11,5 kílómetrar

Trefillinn sem lagður var milli bæjarkjarna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar við vígslu Héðinsfjarðarganga verður til sýnis í viku í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri frá 15. nóvember næstkomandi.  Einnig verður hann sýndur í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. janúar. Umfang trefilsins er mikið og mun Eimskip aðstoða við að koma treflinum á sýningarstaðina. Hér gefst fólki tækifæri til að sjá trefilinn í einu lagi í allri sinni dýrð.
Lesa meira

Timburkurl

Bæjarráð og Skipulags- og umhverfisnefnd hafa  farið yfir hugmyndir um nýtingu á timburkurli sem kemur frá gámasvæðum í Fjallabyggð, samþykkt hefur verið að það verði nýtt samkvæmt þeim hugmyndum.
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 10. nóvember 2010 kl. 17.00

56. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði miðvikudaginn 10. nóvember 2010 kl. 17.00
Lesa meira

Norræn bókasafnsvika

Norræn bókasafnsvika verður haldin 8. - 14. nóvember 2010 á bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði Opið mánudag til föstudags klukkan 11:00 - 17:30 Athugið bókasafnið verður líka opið í hádeginu Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar
Lesa meira