Fréttir

Starf skrifstofustjóra laust til umsóknar.

Siglufjarðarkaupstaður auglýsir eftir einstaklingi í starf skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofuhalds Siglufjarðarkaupstaðar og staðgengill bæjarstjóra, situr fundi bæjarráðs og bæjarstjóra og ritar fundargerðir þeirra. Meðal daglegra verkefna eru:- Yfirumsjón daglegra fjármála, bókhalds, reikningagerðar og innheimtu.- Gerð greiðsluáætlana og kostnaðareftirlit.- Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana.- Ábyrgð á launavinnslu.Auk þessa sinnir skrifstofustjóri ýmsum sérverkefnum í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð.Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum, hefur reynslu af bókhaldi og bókhaldskerfi og á auðvelt með mannleg samskipti. Æskilegt er að viðkomandi sé með háskólapróf á sviði stjórnsýslu eða viðskipta en þó ekki nauðsynlegt.Viðkomandi verður að geta hafið störf þann 1. maí n.k. og ber að skila umsóknum á Bæjarskrifstofu Siglufjarðar, Gránugötu 24, 580 Siglufjörður, merktum “Starf Skrifstofustjóra” í síðasta lagi þann 21. apríl n.k.Nánari upplýsingar gefur bæjarstjóri Siglufjarðar, Runólfur Birgisson, í síma 460-5600 eða í tölvupóstfanginu rb@siglo.isBæjarstjóri Siglufjarðar.
Lesa meira

Tilboð opnuð í Héðinsfjarðargöng.

Nú laust fyrir kl. 14.30 voru opnuð tilboð í Héðinsfjarðargöng á skrifstofu Vegagerðarinnar í Reykjavík. Fimm tilboð bárust og voru þau eftirfarandi: Íslenskir Aðalverktakar, Marti Contractors Ltd.8,9 milljarðar - 137% af kostnaðaráætlun.Metrostav a.s., TékklandHáfell ehf 5,7 milljarðar - 87% af kostnaðaráætlun.E Phil og Son A.S., Ístak hf.6,5 milljarðar - 100% af kostnaðaráætlunArnarfell ehf.6,1 milljarðar - 94% af kostnaðaráætlun.Leonhard Nilsen og sonner A.s., Héraðsverk5,8 milljarðar - 89% af kostnaðaráætlun.Öll tilboðin utan tilboðs Íslenskra Aðalverktaka - Marti Contractors eru undir kostnaðaráætlun Vegagerðar sem var 6,5 milljarðar króna. Nánar á vegagerdin.is
Lesa meira

Neytendakönnun á leikskólagjöldum.

Á fréttavefnum dagur.net, (Dagur) má sjá frétt um neytendakönnun á leikskólagjöldum í og við Eyjafjörð. Fréttin er eftirfarandi:"Neytendasamtökin könnuðu leikskólagjöld í 8 sveitarfélögum við Eyjafjörð: Akureyri, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgárbyggð, Ólafsfirði, Siglufirði og Svalbarðsstrandarhreppi. Ef miðað er við átta tíma vistun með fullu fæði eru Akureyrarbær og Grýtubakkahreppur með lægsta verðið, 22.325 krónur. Leikskólagjöld á Akureyri og í Grýtubakkahreppi eru reyndar með þeim lægstu á landinu, ef miðað er við nýlega könnun ASÍ. Í Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi er gjaldið rúmlega 25.000 krónur og á Siglufirði 26.300 krónur. Það er lægra verð en í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, að Reykjavíkurborg undanskilinni. Hæstu gjöldin eru í Hörgárbyggð, Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði, eða tæpar 30.000 krónur, sem er þó mjög sambærilegt við gjaldskrár fjölmennra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður því annað séð en að sveitarfélögin við Eyjafjörð standi sig vel og bjóði upp á gjaldskrá sem er sambærileg eða jafnvel lægri en gengur og gerist, segir í frétt frá Neytendasamtökunum. Munur á hæsta og lægsta verði er 33%, en 44% ef um einstæða foreldra er að ræða. Öll sveitarfélögin veita afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn."Á þessu má sjá að leikskólagjöld á Siglufirði eru í samræmi við það sem gerist í Eyjafirði og er rétt að fagna því að Neytendasamtök skuli gera slíkar kannanir og birta þær.Byggt á frétt á dagur.net.
Lesa meira

Fundi samgönguráðherra frestað.

Fundi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um nýja fjarskiptaáætlun, sem vera átti á Siglufirði í kvöld, er frestað til miðvikudagsins 29. mars kl. 20.00.
Lesa meira

Ísland altengt - kynningarfundur

Ísland altengt: Sími, sjónvarp og nettenging á háhraða til allra landsmanna!Kynningarfundur Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 verður haldinn í Bíó Café, Siglufirði, miðvikudaginn 15. mars kl. 20:00. Í áætluninni eru framsækin markmið stjórnvalda um öflugri fjarskiptanet og bætt aðgengi allra landsmanna að hvers kyns fræðslu og afþreyingarefni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgönguráðuneytisins, http://www.samgonguraduneyti.is
Lesa meira

Nafn sameinaðs sveitarfélags - samkeppni

Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu sveitarfélaganna Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar liggur fyrir að ákveða hvernig nafn hins nýja sveitarfélags skuli valið. Skipuð hefur verið nafnanefnd sem standa mun fyrir samkeppni meðal íbúa um nafn á sveitarfélagið. • Nafnanefndin mun velja allt að 5 nöfn úr tillögunum og senda örnefnanefnd til umsagnar.• Samhliða sveitarstjórnarkosningum 2006 verður gerð skoðanakönnun meðal kjósenda um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Til grundvallar verða lögð þau nöfn sem hlotið hafa samþykki örnefnanefndar.• Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn og auglýst sérstaklega.Hér með óskar nafnanefnd eftir tillögum að nafni hins sameinaða sveitarfélags frá íbúum þess. Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Einnig skal tekið fram að ekki er verið að horfa til núverandi stjórnsýsluheita sveitarfélaganna eða tilvísunar í þau.Tillögum skal komið á framfæri á bæjarskrifstofur sveitarfélaganna. Til að gæta hlutleysis hefur nefndin ákveðið að fara fram á að tillögur njóti nafnleyndar þar til nafn hefur verið valið. Það skal gert á þann hátt að tillaga að nafni, ásamt nafni og heimilisfangi höfundar, skal sett í umslag og því lokað. Utan á umslagið skal á ný skrifa tillöguna að nafni sveitarfélagsins. Umslaginu skal komið á bæjarskrifstofu og það merkt „Nafn sameinaðs sveitarfélags“. Skilafrestur er til og með 24. mars n.k.Nafnanefnd Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar
Lesa meira