30.05.2003
Kl. 14.15 í dag, föstudaginn 30. maí, voru opnuð tilboð í framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng. 4 tilboð bárust og eitt frávikstilboð.Lægsta tilboðið áttu Íslenskir Aðalverktakar í samvinnu við fleiri aðila og hljóðaði tilboðið upp á ríflega 6 milljarða króna. Hæsta tilboð átti hins vegar ítalska verktakafyrirtækið Impregilo í samvinnu við fleiri aðila og var það rúmlega 9 milljarðar króna. Lægsta tilboðið er um 3% yfir kostnaðaráætlun en hún hljóðaði uppá tæpa 6 milljarða króna.Ástæða er til að fagna þessum áfanga og tekur nú væntanlega við yfirferð á tilboðum og í framhaldinu samningagerð.Nöfn bjóðendaTilboðs upphæð (kr)Hlutfall af áætlun (%) NCC AC, Íslenskir Aðalverktakar hf.6.176.608.480103,20% Ístak hf, E. Pihl & Søn AS (frávik)6.563.290.904109,60% Balfour Beatty Major Projects, Arnarfell ehf.6.594.125.072110,10% Ístak hf, E. Pihl & Søn AS7.238.614.139120,90% Impregilo S.p.A, Eykt ehf, Héraðsverk ehf.9.093.009.215151,90% Áætlaður verktakakostnaður: 5.986.880.500
Lesa meira
20.05.2003
Í dag, 20. maí, eru 85 ár liðin frá því Siglufjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi. Að því tilefni gengu leikskólabörn og grunnskólabörn fylktu liði um bæinn í morgun og sungu fyrir bæjarbúa á Ráðhústorgi.Í kvöld mun Kvennakór Siglufjarðar halda tónleika í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00 og að tónleikum loknum verður gestum boðið í kaffihlaðborð í Safnarheimilinu.
Lesa meira
13.05.2003
VorsýningHin árlega vorsýning leikskólans verður fjórskipt í ár. Við gerðum tilraun í fyrra með eina sýningu en það sýndi sig að salurinn hentar ekki vel fyrir marga áhorfendur í einu því margir sáu ekki nema brot af þeirri sýningu. En að þessu sinni verður hver deild með sinn sýningardag. Allir í leikskólanum eru hins vegar að vinna með sama þemað sem er vináttan og afrakstur þeirra vinnu er skemmtilega ólík eftir deildum og aldri. Það er ýmist verið að æfa saman vísur, söngva, leikrit og einnig er mikil myndlistarvinna í gangi bæði hóp og einstaklingsverkefni. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um mæta og sjá brot af afrakstri þeirra vinnu. Sýningadagar eru sem hér segir:Skollaskál þriðjudaginn 20.maí kl.15.00Selskál miðvikudaginn 21.maí kl.15.00Nautaskál f.h.miðvikudaginn 21.maí kl.11.00Nauta og Núpaskál e.h. fimmtudaginn 22.maí kl.16.00Útskriftarferð elstu barna verður 23. maí. Farið verður að Sólgörðum eins og fyrri ár enda hefur það gefist vel. Fundur með foreldrum þessara barna verður haldinnfimmtudaginn 15. maí kl. 17.30 og þá verður nánar farið í skipulag ferðarinnar. Sveitaferð Farið verður að Helgustöðum í Fljótum mánudaginn 26. maí. Fyrir hádegi : lagt af stað héðan kl 9.00Eftir hádegi : lagt af stað kl.13.30Látið okkur vita ef þið sjáið ykkur ekki fært að koma. Ef annar fylgdarmaður er með þá er æskilegt að sá aðili sé eldri en 12 ára. Þegar nær dregur munum við setja upp þátttökulista í fataklefa vegna fjölda í rútu.Útskrift elstu barna verður 27. maí milli kl.17.30-18.30. Foreldrar mæta þá með börnumsínum og verða viðstödd stutta athöfn þar sem börnin verða útskrifuð með pomp og prakt.Náms og menningarferð starfsfólksÞann 29. maí 2003 fer starfsfólk leikskólans í námsferð til Danmerkur. Fyrirhugað er að skoða tvo til þrjá leikskóla á föstudeginum 30. maí. Um helgina munum við hins vegar gerast menningarlegar og skoða og njóta það sem Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða. Þetta er í fyrsta skipti sem starfsfólk Leikskála fer saman út fyrir landsteinana í leit að þekkingu. Þátttaka meðal starfsmanna er mjög góð en það ætla alls 20 starfsmenn. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars sá:· að efla fagstarfið· að efla félagsandann· og að víkka sjóndeildarhringinnKristín Nordurlys leikskólakennari í Kaupmannahöfn hefur veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar leikskólaheimsóknar. Tveir skipulagsdagar þetta árið eru notaðir í þessa ferð það eru föstudagurinn 30. maí og mánudagurinn 2. júní. Þessa er leikskólinn því lokaður. Með kveðju Leikskólastjóri
Lesa meira