Fréttir

Góður árangur Siglfirðinga á fatahönnunarkeppni Grunnskólanna.

Sunnudaginn 9. nóvember var Fatahönnunarkeppni Grunnskólanna haldin í Kringlunni í Reykjavík. Frá Grunnskóla Siglufjarðar fóru 13 keppendur. Sjö stúlkur úr 8.bekk, tvær úr 9.bekk og fjórar úr 10.bekk. Bara það að þær voru valdar til að sýna flíkurnar sínar gerði þær allar af sigurvegurum.Verðlaun í keppninni voru í formi aukinna möguleika í framtíðinni og hlutu stelpurnar frá Siglufirði eftirfarandi verðlaun: Kjóll í fjöldaframleiðslu: Pálína Dagný Guðnadóttir úr 9.bekk. Þáttaka í Iceland Fashion Week í febrúar, þær fara sem hönnuðir: Sigurbjörg Hildur Steinsdóttir, 10.b. Sunna Lind Jónsdóttir, 10.b. Pálína Dagný Guðnadóttir, 9.b. Stefanía Regína Jakobsdóttir, 8.b. Þriðju verðlaun fyrir hár og förðun: Pálína Dagný Guðnadóttir, 9b.Frábær árangur hjá stelpunum og við óskum þeim öllum að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Hákon prins og Mette Marit til Siglufjarðar

Hákon Noregsprins og eiginkona hans Mette Marit, sem ber nú barn þeirra undir belti, munu að öllum líkindum heimsækja Ísland í næsta sumar.Meðal þeirra viðburða sem ræddir hafa verið er möguleg heimsókn norður á Siglufjörð, í tilefni af 100 ára afmæli síldarsöltunar þar í bæ, en Norðmenn áttu stóran þátt í tilkomu síldarsöltunar á Siglufirði. Yrðu Hákon og Mette þá heiðursgestir síldarhátíðarinnar á Siglufirði, sem haldin er síðustu helgina í júlí. Vissrar óvissu gætir þó með það hvenær hjónin komast til Íslands og óljóst hvort heimsókn þeirra hitti á hátíðina þótt að því sé stefnt. Að sögn Örnólfs Thorssonar, skrifstofustjóra skrifstofu forseta Íslands, liggja nánari atriði, svo sem tímasetningar og dagskrá, enn ekki fyrir. Frétt af mbl.is
Lesa meira

Allir Siglfirðingarnir fóru í úrslit í fatahönnunarkeppni

Allir 13 nemendurnir úr 7., 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar sem tóku þátt í undankeppni fatahönnunarkeppni grunnskólanna komust í úrslit í keppninni, en alls komust 68 í lokakeppnina af öllu landinu. Siglfirðingarnir 13 sendu inn 23 hugmyndir í keppnina. Grunnskólar af öllu landinu taka þátt í hönnunarkeppninni, sem byggist á því að hanna og teikna föt. Fyrir úrslitakeppnina, sem verður í Kringlunni næsta laugardag, eiga nemendur svo að sauma fötin.Að sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, sem stendur fyrir keppninni, bárust mörg hundruð teikningar að fötum frá skólum hvaðanæva af landinu. „Það er greinilega mikil gróska í fatahönnun á Siglufirði,“ sagði Kolbrún um þetta háa hlutfall teikninga frá Siglufirði í úrslitum. Hún sagði að teikningarnar þaðan hefðu almennt verið það góðar að ekki hefði verið hægt annað en nota þær allar.Það er Guðný Fanndal, kennari á Siglufirði, sem stóð að framlagi nemenda þaðan. Guðný sagði að mikill áhugi hefði verið á þessari keppni en þema hennar nú er málshátturinn „nýta þú mátt þótt nóg hafir“. Það eru því reglur varðandi saumaskapinn á fötunum að engin aðkeypt efni séu notuð. „Við erum þess vegna að sauma úr sturtuhengjum, gömlum gallabuxum og öðru sem okkur dettur í hug að nýta,“ sagði Guðný. Þess má geta að n.k. föstudag mun tveir þátttakendur frá Siglufirði, Sigurbjörg Steinsdóttir og Pálína Dagný Guðnadóttir koma fram í Íslandi í bítið á Stöð 2.Byggt á frétt á mbl.is
Lesa meira