Fréttir

KS hlýtur styrk úr Menningar - og viðurkenningarsjóði KEA svf.

Knattspyrnufélag Siglufjarðar hlaut kr. 100.000,- styrk úr Menningar - og viðurkenningarsjóði KEA svf. þegar úthlutað var samtals 3,9 milljónum úr sjóðnum þann 27. desember sl. Styrkinn hlaut KS vegna uppbyggingarstarfs í kvennaknattspyrnu og verður peningunum varið til áframhaldandi uppbyggingar. Hörður Bjarnason veitti styrknum móttöku í samsæti sem haldið var á Hótel KEA. 107 umsóknir bárust sjóðnum og er hægt að nálgast upplýsingar um úthlutanir á heimasíðu KEA, www.kea.is.
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar

Tækni - og umhverfisnefnd Siglufjarðar hefur veitt viðurkenningar til einstaklinga fyrir jólaskreytingar. Þrenn verðlaun voru veitt að þessu sinni. Helga Hermannsdóttir og Jón Salmannsson, íbúar að Hvanneyrarbraut 59 fengu verðlaun fyrir bestu jólaskreytinguna 2002. Guðný Helgadóttir og Andrés Stefánsson, íbúar að Hverfisgötu 34, fengu viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu undanfarin ár. Að lokum var svo veitt viðurkenning fyrir frumlega jólaskreytingu og hana hlutu Margrét R Christiansen og Pétur Hlöðversson, íbúar að Suðurgötu 55.
Lesa meira

Hugleiðing í aðdraganda jóla og áramóta.

Kæru íbúar Siglufjarðar.Nú þegar árið er að renna sitt skeið og jólahátíðin nálgast er ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg og velta fyrir sér hvernig mál horfa fyrir íbúum Siglufjarðar á þessum tímamótum.Íbúum fækkaði nokkuð í bænum okkar á árinu sem er að líða og er það mjög miður. Þrátt fyrir að ýmis nýsprotastarfsemi hafi verið að þróast í atvinnulífinu á undanförnum árum og ekki hafi borið á miklu atvinnuleysi heldur okkur áfram að fækka. Sú þensla sem verið hefur á suðvesturhorninu virðist enn toga til sín fólk og þá helst fólk úr jaðarbyggðum eins og okkar. Óskandi er að við förum að sjá fyrir endann á þessari þróun og tel ég margt í farvatninu sem gefi okkur vonir um að sú verði raunin.Það er ekki ástæða til annars fyrir okkur Siglfirðinga en bera höfuðin hátt og líta björtum augum fram á veg. Ef fram heldur sem horfir verður mikið um að vera hjá okkur næstu ár. Framkvæmdir hefjast við ný snjóflóðavarnarmannvirki á næsta ári sem standa munu yfir óslitið til ársins 2010 ef áætlanir standast. Munu mannvirkin auka mjög öryggi íbúanna og jafnframt skapa spennandi útivistarumhverfi ef rétt er á málum haldið. Jafnframt hefst á árinu undirbúningur vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar en sú framkvæmd verður boðin út í febrúar n.k. Er hugsanlegt að strax næsta sumar verði hafist handa við vega- og brúargerð í botni fjarðarins sem er liður í undirbúningnum. Framkvæmdir við sjálf jarðgöngin eiga síðan að hefjast árið 2004. Af ofansögðu er ljóst að umsvif verða mikil á næstu árum. Nauðsynlegt er fyrir okkur að nýta vel þau tækifæri sem þetta skapar okkur til bætts mannlífs í okkar ágæta bæ. Horft er mjög til þess í vinnu við gerð nýs aðalskipulags til ársins 2022 sem nú stendur yfir.Bæjarstjórn Siglufjarðar og starfsfólk Siglufjarðarkaupstaðar senda Siglfirðingum og fjölskyldum þeirra nær og fjær og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Guðmundur Guðlaugssonbæjarstjóri
Lesa meira

Hugleiðing í aðdraganda jóla og áramóta.

Kæru íbúar Siglufjarðar.Nú þegar árið er að renna sitt skeið og jólahátíðin nálgast er ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg og velta fyrir sér hvernig mál horfa fyrir íbúum Siglufjarðar á þessum tímamótum.Íbúum fækkaði nokkuð í bænum okkar á árinu sem er að líða og er það mjög miður. Þrátt fyrir að ýmis nýsprotastarfsemi hafi verið að þróast í atvinnulífinu á undanförnum árum og ekki hafi borið á miklu atvinnuleysi heldur okkur áfram að fækka. Sú þensla sem verið hefur á suðvesturhorninu virðist enn toga til sín fólk og þá helst fólk úr jaðarbyggðum eins og okkar. Óskandi er að við förum að sjá fyrir endann á þessari þróun og tel ég margt í farvatninu sem gefi okkur vonir um að sú verði raunin.Það er ekki ástæða til annars fyrir okkur Siglfirðinga en bera höfuðin hátt og líta björtum augum fram á veg. Ef fram heldur sem horfir verður mikið um að vera hjá okkur næstu ár. Framkvæmdir hefjast við ný snjóflóðavarnarmannvirki á næsta ári sem standa munu yfir óslitið til ársins 2010 ef áætlanir standast. Munu mannvirkin auka mjög öryggi íbúanna og jafnframt skapa spennandi útivistarumhverfi ef rétt er á málum haldið. Jafnframt hefst á árinu undirbúningur vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar en sú framkvæmd verður boðin út í febrúar n.k. Er hugsanlegt að strax næsta sumar verði hafist handa við vega- og brúargerð í botni fjarðarins sem er liður í undirbúningnum. Framkvæmdir við sjálf jarðgöngin eiga síðan að hefjast árið 2004. Af ofansögðu er ljóst að umsvif verða mikil á næstu árum. Nauðsynlegt er fyrir okkur að nýta vel þau tækifæri sem þetta skapar okkur til bætts mannlífs í okkar ágæta bæ. Horft er mjög til þess í vinnu við gerð nýs aðalskipulags til ársins 2022 sem nú stendur yfir.Bæjarstjórn Siglufjarðar og starfsfólk Siglufjarðarkaupstaðar senda Siglfirðingum og fjölskyldum þeirra nær og fjær og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Guðmundur Guðlaugssonbæjarstjóri
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar

Tækni - og umhverfisnefnd Siglufjarðar hefur veitt viðurkenningar til einstaklinga fyrir jólaskreytingar. Þrenn verðlaun voru veitt að þessu sinni. Helga Hermannsdóttir og Jón Salmannsson, íbúar að Hvanneyrarbraut 59 fengu verðlaun fyrir bestu jólaskreytinguna 2002. Guðný Helgadóttir og Andrés Stefánsson, íbúar að Hverfisgötu 34, fengu viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu undanfarin ár. Að lokum var svo veitt viðurkenning fyrir frumlega jólaskreytingu og hana hlutu Margrét R Christiansen og Pétur Hlöðversson, íbúar að Suðurgötu 55.
Lesa meira

Tilkynning frá Tónlistarskóla Siglufjarðar

Jólatónleikar nemenda skólans verða í kirkjunni fimmtudaginn 19. desember kl. 20.00. Athugið breytta dagsetningu!Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir.
Lesa meira

Tilkynning frá Tónlistarskóla Siglufjarðar

Jólatónleikar nemenda skólans verða í kirkjunni fimmtudaginn 19. desember kl. 20.00. Athugið breytta dagsetningu!Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir.
Lesa meira

Aukin þjónusta við Leikskóla

Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að Leikskólinn taki tímabundið við ársgömlum börnum eftir hádegi. Áður hafði skóla - og menningarnefnd samþykkt þetta fyrirkomulag og beint því til bæjarráðs. Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt að leikskólagjöld hækki um 8% frá og með 1. janúar n.k. en gjald fyrir hádegisverð og hressingu verði óbreytt. Þrátt fyrir þessa hækkun eru leikskólagjöld á Siglufirði undir meðaltali og mun lægri heldur en í mörgum sambærilegum sveitarfélögum.
Lesa meira

Aukin þjónusta við Leikskóla

Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að Leikskólinn taki tímabundið við ársgömlum börnum eftir hádegi. Áður hafði skóla - og menningarnefnd samþykkt þetta fyrirkomulag og beint því til bæjarráðs. Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt að leikskólagjöld hækki um 8% frá og með 1. janúar n.k. en gjald fyrir hádegisverð og hressingu verði óbreytt. Þrátt fyrir þessa hækkun eru leikskólagjöld á Siglufirði undir meðaltali og mun lægri heldur en í mörgum sambærilegum sveitarfélögum.
Lesa meira

Leikskólagjöld lág á Siglufirði í samanburði við önnur sveitarfélög.

Skv. samanburði sem gerður var á leikskólagjöldum hjá 34 sveitarfélögum kemur leikskóli Siglufjarðar mjög vel út. Ef miðað er við sveitarfélög á Norðurlandi eru leikskólagjöld á Siglufirði 13,6% lægri að jafnaði heldur í viðmiðunarsveitarfélögum og ef landið allt er tekið eru gjöldin um 10,4% lægri. Sem dæmi má nefna að 8 tíma dagdvöl á mánuði kostar foreldra á Siglufirði kr. 16.423,- fyrir eitt barn en hæsta gjald yfir landið er kr. 22.513,-. Upplýsingar um leikskólagjöld eru fengin úr Árbók Sveitarfélaga. Allmörg sveitarfélög hafa þegar tilkynnt um hækkanir á gjaldskrá en engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingar á gjaldskrá Leikskála.
Lesa meira