KS hlýtur styrk úr Menningar - og viðurkenningarsjóði KEA svf.

Knattspyrnufélag Siglufjarðar hlaut kr. 100.000,- styrk úr Menningar - og viðurkenningarsjóði KEA svf. þegar úthlutað var samtals 3,9 milljónum úr sjóðnum þann 27. desember sl. Styrkinn hlaut KS vegna uppbyggingarstarfs í kvennaknattspyrnu og verður peningunum varið til áframhaldandi uppbyggingar. Hörður Bjarnason veitti styrknum móttöku í samsæti sem haldið var á Hótel KEA. 107 umsóknir bárust sjóðnum og er hægt að nálgast upplýsingar um úthlutanir á heimasíðu KEA, www.kea.is.