Áminning til hundaeigenda!

Dýraeftirlit Fjallabyggðar vill minna hundaeigendur á að samkvæmt samþykkt um hundahald í Fjallabyggð skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri,
heldur vera í festi og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum en borist hafa kvartanir um að hundar hlaupi lausir á almennum útivistarsvæðum. 

Gerð er sú krafa til hundaeigenda sem fengið hafa leyfi til hundahalds í Fjallabyggð, að þeir virði þær reglur sem eru í gildi um hundahald í sveitarfélaginu. Að öðrum kosti verða leyfi þeirra sem ekki fara að settum reglum afturkölluð.

Dýraeftirlit Fjallabyggðar