Ályktun frá stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands hefur sent frá sér ályktun vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku við náttúruperlur á Norðurlandi.  
Lýsir markaðsstofan yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra aðgerða landeigenda í Reykjahlíð í Mývatnssveit sem hafa nú sett í loftið drög að vefsíðu þar sem auglýstur er til sölu passi sem gildir á þrjú svæði, Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk-Kröflu. Innifalið í þessu svokallaða náttúrugjaldi er skoðun á Víti. 
Í lok yfirlýsingarinnar hvetur Markaðsstofa Norðurlands til samstöðu um uppbyggingu á náttúrupassa í takt við þær tillögur sem fram hafa komið hjá ráðherra ferðamála. 
Ályktunina í heild sinni má lesa hér.  

Fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, Katrín María Andrésdóttir, sat hjá við afgreiðslu ályktunarinnar.