Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 7. apríl kl. 14.30 mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Teresa kemur upphaflega frá Hong Kong. Hún hefur verið að vinna í lista- og menningargeiranum í yfir 8 ár. Hún hefur stjórnað sérstökum verkefnum hjá Listhus, Ólafsfirði, frá því að hún flutti til Íslands árið 2017. Þar á meðal Skammdegihátíð, sem hefur verið árlegur listviðburður þar, sl. 5 ár.

Inn / Út Art
Teresa ætlar að deila reynslu sinni og viðhorfum, sem útlendingur og seinna, íbúi í Ólafsfirði og taka þátt í umræðum, með áheyrendum og ræða hlutverk og möguleika lista- og menningarstarfsemi í litlum samfélögum.

Ath. erindið er á ensku.

Eftir erindið eru kaffiveitingar í boði og eru allir velkomnir.

Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Norðurorka, Aðalbakarí og Kjörbúðin styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.