Almenningssamgöngur

Í sumar verða samgöngur á milli byggðarkjarna að mestu í tengslum við íþrótta– og knattspyrnuskóla KF en almenningi er frjálst að nýta sér allar ferðir. Boðið er upp á ferðir að morgni og svo eftir kl. 16:00.  Tvo daga í viku eru kvöldferðir í tengslum við knattspyrnuæfingar hjá KF. Áætlun sumarsins er hægt að sjá hér. Gjald fyrir staka ferð er kr. 400.  Hægt verður að kaupa 10, 20 og 30 miða kort á upplýsingamiðstöðvum Fjallabyggðar.  Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs er verð á þeim kortum 3.500 kr. fyrir 10 miða, 7.000 kr. fyrir 20 miða og 10.000 kr. fyrir 30 miða.  Bílstjórar taka einnig við greiðslu á stökum miðum og er hægt að greiða með debetkorti. Frá Siglufirði er keyrt frá Gunnskólanum við Norðurgötu og frá Ólafsfirði er keyrt frá Grunnskólanum við Tjarnarstíg.

Aksturstafla á pdf-formi. (til útprentunar)