Akstur utan vega er ólöglegur!

Hjólför sem þessi eru lengi að gróa og eru til lítillar prýði.
Hjólför sem þessi eru lengi að gróa og eru til lítillar prýði.
Af gefnu tilefni vill Fjallabyggð benda á að akstur utan vega er ólöglegur sbr. reglugerð nr. 528/2005 um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.  Undantekning frá þessu er akstur „á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum“. Akstur óskráðra torfærutækja utan viðurkenndra akstursíþróttabrauta er að sama skapi ólöglegur.

Undanfarið hefur borið mikið á akstri torfæruhjóla utan vega í Fjallabyggð og víða má sjá ummerki eftir slík hjól. Þess misskilnings virðist gæta að landeigendur geti veitt leyfi til aksturs í landi þeirra. Hið rétta er að landeigendur geta ekki leyft slíkan akstur og hafa sjálfir aðeins heimild til aksturs utan vega í tengslum við landbúnaðarstörf sbr. 5. grein reglugerðarinnar. Akstur  torfærutækja utan vega á landareign verður því ekki löglegur nema fengist hafi leyfi fyrir akstursíþróttabraut á viðkomandi svæði. Leyfi frá landeiganda eitt og sér hefur því  engin áhrif á það hvort slíkur akstur er löglegur eða ólöglegur.

Fjallabyggð beinir þeim vinsamlegu tilmælum til eigenda torfæruhjóla og annarra torfærutækja að þeir virði ofangreindar reglur svo ekki þurfi að koma til aðgerða að hálfu sveitarfélagsins.

Bæklingur umhverfisstofnunar um utanvegaakstur