Akstur á vegum Fjallabyggðar milli skólahverfa fyrir grunnskólanemendur og nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga

Ágætu bæjarbúar.


Hönnuður á vegum Vegagerðar ríkisins hefur verið að vinna að tillögum við uppsetningu á stöðum fyrir biðskýli fyrir nemendur og farþega við þjóðveg bæjarfélagsins þ.e. við Snorragötu og Hvanneyrarbraut á Siglufirði sem og við Aðalgötu í Ólafsfirði.

Hönnunin byggist á umferðaröryggisáætlun sem nú er í smíðum og tengist m.a. ferðum farþega á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðar og Fjallabyggðar.

Vegna veikinda og sumarleyfa þá hefur þessi hönnun dregist og þar með hefur ekki verið hægt að ráðast í framkvæmdir við þessi umferðar og öryggismannvirki.

Skólastjórnendur grunnskólans hafa ákveðið að biðstöðvar fyrir skólabíl verði aðeins við skólalóðir gunnskólans þ.e. við Hlíðarveg og  Norðurgötu á Siglufirði og við Tjarnarstíg í Ólafsfirði þar til umræddar biðstöðvar verða tilbúnar.

Skólabillinn mun hinsvegar stöðva á torginu á Siglufirði til að taka upp og láta frá sér aðra farþega.

Tæknideild Fjallabyggðar mun hraða afgreiðslu þeirra tillagna þegar þær berast sem eru forsenda þess að framkvæmdir geta hafist.

Ætlunin er að þessum framkvæmdum verði að fullu lokið eigi síðar en í nóvember 2012.

 

Skólastjórnendur

Formaður fræðslunefndar

Forstöðumaður Tæknideildar

Bæjarstjóri