Afrískur trommudans á Síldarævintýrinu

Á Þjóðlagahátíð á Siglufirði sumarið 2010 kenndi Rúna trommudansinn Gahu sem er hefðbundinn trommudans Ewe þjóðflokksins í Ghana. Námskeiðið heppnaðist svo vel að Rúna ákvað að halda aftur námskeið að ári og fá þá til liðs við sig fyrrverandi kennara sinn Mike Vercelli. Ákveðið var að taka fyrir trommudansinn Kpanlogo og mun Rúna kenna dansinn og söngvana, en Mike trommusláttinn og söngvana. Danshópurinn og trommuhópurinn munu svo koma saman og flytja allsherjar trommudans-veislu.

Skipulag námskeiðsins er eftirfarandi:
Það verða tveir aðskildir hópar og nemendur skrá sig í annað hvort dansinn eða trommurnar. Trommunemendur þurfa helst að útvega sér trommur, en hægt er að notast við hvers konar handtrommur. Dansarar komi í þægilegum dans-fötum og léttum íþróttaskóm eða dansi berfættir. Hvor hópur fær 6 kennslutíma og hver kennslustund er 2 klukkutímar. Fyrstu 3 kennslutímana (fimmtudagskvöld og föstudag) æfa hóparnir hvor í sínu lagi.

Fimmmtudagskvöldið 28. júlí 19:30-21:30
Föstudagur 29. júlí 10:00-12:00 og 13:00-15:00
Laugardagur 30. júlí 10:00-12:00 og 13:00-15:00
Sunnudagur 31. júlí lokaæfing kl. 11:00

Sýningin fer fram á sunnudeginum, utandyra ef veður leyfir, ef til vill oftar en einu sinni yfir daginn
og á fleiri en einum stað í bænum.
Verð: 16.000 (12.000 fyrir námsmenn)
Skráning: runaingi@simnet.is eða í síma 869-3398