Vikingur Daníelsson söng við athöfnina í gær
Við útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar í gær var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2016. Styrki sem með einum og öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar sáu um tónlistarflutning og Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt Sæbjörgu Ágústsdóttir úr markaðs- og menningarnefnd sáu um að afhenda viðurkenningar til styrkþega.
Í gær var formlega úthlutað styrkjum að upphæð 3.085.000 kr. en í máli Kristins J. Reimarssonar kom fram að eftir er að taka endanlega ákvörðun um úthlutun til tónlistarhátíðinna, Berjadaga, Blúshátíðar og Þjóðlagahátíðar og eins styrkupphæðar til Þjóðlagasetursins.
Markaðs- og menningarnefnd hefur verið að skoða málefni þessara hátíða og verið að funda með framkvæmdaaðilum þeirra. Þeirri vinnu er ekki lokið en er á lokametrunum og mun nú á næstu dögum verða boðað til almenns íbúafundar þar sem málefni þessara hátíða verða rædd. Þar sem þessari vinnu er ekki lokið voru ekki afhentir styrkir til þessara hátíða hér í gær en í fjárhagsáætlun ársins er þó búið að taka frá fjármagn til stuðnings þessum hátíðum en ljúka þarf þessari vinnu áður en endanleg ákvörðun verður tekin með úthlutun eða skiptingu fjármuna til þessara hátíða.
Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni.
Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi klúbbsins. Sýningar og námskeið
Gospelkór Fjallabyggðar – 75.000 kr.
Hlýtur styrk til að halda námskeið í gospelsöng
Félag eldri borgara í Ólafsfirði – 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins
Kvæðamannafélagið Ríma – 100.000 kr.
Félagið hlýtur ferðastyrk vegna Landsmóts kvæðamanna sem haldið verður á Austurlandi þetta árið.
Félag eldri borgara á Siglufirði - 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins
Kór eldri borgara í Fjallabyggð – 120.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins.
Kirkjukór Ólafsfjarðar – 120.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2015.
Norrænafélagið Ólafsfirði – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna vinabæjarmóts sem haldið verður í Ólafsfirði á komandi sumri.
Reitir, Arnar Ómarsson – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna REITA 2016
Ungmennafélagið Glói – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður sem haldin verður í september/október 2016.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna útgáfu á bók með ljósmyndum Brynjólfs Sveinssonar
Aðalheiður Eysteinsdóttir / Alþýðuhúsið – 250.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi Alþýðuhússins á árinu 2016.
Listhúsið Ólafsfirði – 250.000 kr.
Hlýtur styrk vegna Skammdegishátíðar
Leikfélag Fjallabyggðar – 300.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á nýju leikriti á árinu 2016.
Félag um Ljóðasetur Íslands – 320.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs á Ljóðasetri Íslands.
Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 600.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.
Emilía Rán Jónsdóttir nemandi við Tónskóla Fjallabyggðar söng við athöfnina í gær.