Á fundunum verður leitað eftir sjónarmiðum þátttakenda
Íbúafundir framundan
Fjallabyggð stendur frammi fyrir þeirri áskorun
að nýta þau tækifæri sem munu skapast við opnun Héðinsfjarðarganga og styrkja
atvinnulífið á svæðinu.
Bæjarstjórn...
...vill skapa skilyrði sem stuðla að
frumkvæði, nýsköpun og áræðni meðal íbúa
...vill gera allt sem í hennar valdi stendur,
þ.m.t. að vinna að hagsmunum sveitarfélagsins gagnvart ríkinu
...hefur þegar hafið viðræður á vettvangi
ríkis og stofnana um leiðir til að efla atvinnulífið
...lítur á þetta sem samstarfsverkefni hennar,
íbúa, fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana
...þarf að vita hvert íbúar vilja stefna og hverju
þarf að breyta
...vill virkja frumkvæði heimamanna svo við
getum með réttu sagt: ,,Fjallabyggð er
frumkvöðull"
Nú snúum við vörn í sókn. Fyrsta skrefið eru almennir
íbúafundir sem haldnir verða:
- Í Siglufirði mánudagskvöldið 17.
september
- Í Ólafsfirði þriðjudagskvöldið 18.
september.
Umsjón með fundinum verður í höndum
ráðgjafarfyrirtækisins Alta sem stýrt hefur íbúaþingum víða um land. Á fundina mætir einnig fulltrúi frá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Í vikunni fyrir fundina verður sent dreifibréf
á öll heimili í Fjallabyggð með nánari upplýsingum.
Bæjarstjóri