Æskuminningar. Þegar alltaf var sólskin, öryggi og ást.

Ólafsfirðingurinn Freyja Dana heldur fyrstu sýningu sína á Íslandi í 6 ár Í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugardaginn 29. nóvember kl. 15-18. Á sýningunni eru 13 málverk unnin í pastel, krít og akríl, öll gerð á þessu ári. Þau byggja á svart hvítum ljósmyndum frá æskuslóðum í Ólafsfirði, 1956 -70, unnin í þeim litum sem hún geymir í minningunni.    Flestar myndirnar eru hópmyndir af ættingjum, gestum og gangandi og upplifði  hún aftur nærveru þessa fólks meðan húnvann myndirnar, fann meira að segja góðu lyktina af fötum afa síns og svo allt sólskinið og ástina.  Auk þess eru stórar myndir af bakgörðum, þvottasnúrum, stillönsum og kindum í garðinum hjá ömmu hennar, allt með stórbrotna fjallasýnina í baksýn.
Á sýningunni verður einnig sýnt myndband um tilurð málverkanna. Fyrstu myndskeiðin urðu tilþannig að myndavél var stillt upp fyrir aftanFreyju á meðan hún var að mála og hún látin ganga.  Hún gleymdi tilvist myndavélarinnar strax enda er hún alveg í eigin heimi þegar hún málar og veit ekki af öðru.

"Þegar ég horfði á myndbandið var eins og ég sæi aðra konu mála myndirnar og margt kom mér verulega á óvart.  Ég hélt því áfram að hafa upptökuna í gangi þegar ég málaði og fékk loksvinkonu mína í Edinborg til að setja saman 40 mínútna myndband.  Sýnir það hvernig myndirnar þróast og minn mjög sérstaka stíl við vinnuna, allt frá trommuleik á striga með penslum til mjúkra stroka."

Freyja hefur verið í myndlistarnámi meira og minna síðustu 10 árin og hef meðal annars notiðkennslu Damians Callan í Edinborg. Hann er þekktur í Bretlandi fyrir myndlist sína og hefurverið meistari hennar síðustu 6 árin. Auk þess hefur hún  undanfarin ár numið myndlist við myndlistarháskólann í Edinborg (Edinburgh College of Art) og í Aegean Centre for the Fine Arts á Grísku eyjunni Paros. Þá hefur hún sótt þekkingu til Ástralíu, Bali og New Orelans.  

"Þessa sýningu málaði ég í rómantískum stíl, enda kallaði myndefnið á það, en ég hef og mun halda áfram að mála í mjög fjölbreyttum stíl.   Ég hlakka til að sýna á næstu árum aðrar hliðar, m.a. Ástralíumyndirnar mínar rauðu, sem margar eru unnar úr náttúrunni sjálfri og litum blönduðum leir, mold og sandi áströlsku eyðimerkurinnar."

"Fyrir mörgum árum sýndi ég á Íslandi, m.a. mynd af enn einum Fálkanum sem hlaut fálkaorðuna og verkið “Á réttri hillu í lífinu”. Í því verki gátu áhorfendur tekið þátt í sköpunni og fært litlar kindur á milli hilla, m.a. komið anarkistanum eða fiskvinnslukonunni á Alþingi. Líklega hefði verið betur komið fyrir þjóðinni í dag ef við ef við hefðum í alvöru flutt fólk úr mannlífinu á þing eins og þarna var hægt að gera." 

Sýninging er opin á almennum verslunartíma og stendur til áramóta.

Aðgangur ókeypis  Freyja Dana     S: 845 6782    fd@freyjadana.co.uk     http://freyjadana.com