Æskó tók þátt í Stíl 2008

Æskó sendi fulltrúa á Stíl 2008 sem haldin var núna um liðna helgi. Stíll er keppni þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun.  

Það er Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) sem standa fyrir þessari keppni.

Það voru fjórar fjörugar hnátur, þær Eva Sigurðardóttir, Steinunn Þóra Aðalsteinsdóttir, Svava Steinarsdóttir og Rakel Ásta Sigurbergsdóttir sem héldu ásamt hinum síunga Sigmundi í menninguna til Reykjavíkur til þess að sýna meistaraverkerkið sem þær höfðu hannað og saumað núna síðustu vikurnar undir dyggri handleiðslu Maddýar Þórðar sem kennir fatahönnun við Grunnskóla Siglufjarðar.

Keppendur áttu að hafa framtíðina í huga fyrir þessa keppni og átti hönnunin að tengjast henni á einhvern hátt. Það er skemmst frá því að segja að stúlkurnar náðu stórgóðum árangri, en þær hrepptu 4. sætið.  Alls tóku 61 félagsmiðstöð þátt í ár og má þetta því teljast vera mjög góður árangur.  

Óskum við stúlkunum til hamingju með árangurinn.

stll_08_042_640

stll_08_061__copy_640