Aðventuhátíð í Fjallabyggð

Þá er komið að árlegri Aðventuhátíð í Fjallabyggð. Fjölmargir einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki hafa gert dagskrána undanfarin ár sem fjölbreyttasta og glæsilegasta.

 

Allir þeir sem standa fyrir viðburði í desember eru hvattir til að skrá þann viðburð, hvort sem það er jólahlaðborð, kaffihús, ljóðalestur eða bara hvað sem er. Gott væri að fá upplýsingar um viðburði fyrir 23. nóv. en dagskráin getur breyst svo hún verður auglýst í Tunnunni a.m.k. tvisvar á aðventunni.

Með þessu móti er hægt að skrá á einn stað alla þá viðburði sem verða á aðventunni.

Sköpum okkur góða jólastemningu yfir aðventuna og eflum okkar heimabyggð.

Áhugasamir hafi samband við Karítas Skarphéðinsdóttur Neff á skrifstofu Fjallabyggðar í síma 464 9200 eða með tölvupósti karitas@fjallabyggd.is