Abstrakt - Einkasýning Hólmfríðar Vídalín Arngrímsdóttur bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2019 verður opnuð í Pálshúsi Ólafsfirði föstudaginn 29. nóvember kl. 18:00-20:00
Föstudaginn 29. nóvember 2019 opnar Hólmfríður Vídalín myndlistarsýninguna Abstrakt í Pálshúsi Ólafsfirði. Þar sýnir hún verk með blandaðri tækni sem unnin eru á árunum 2017 – 2019, málverk og skúlptúra.
Í verkum sínum vinnur Hólmfríður með flókin form í leirskúlptúrum og málverkum.
Hún vinnur út frá náttúru Íslands í veðurfari, formi og áferð í sinni öfgafyllstu og fegurstu mynd.
Sýningin Abstrakt ásamt öðrum viðburðum er framlag Hólmfríðar til samfélagsins sem bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2019.
Hólmfríður hefur verið með verk á ýmsum stöðum í Fjallabyggð á bæjarlistamannsárinu:
Brimnes Hótel apríl – maí
Kaffi Klara apríl – maí
Fríða súkkulaðihús apríl – maí
Arion Banki maí – okt
Gjörningur Brennuvarga 30. ágúst – 1. september
Jólamarkaður 22. nóvember – 23. nóvember
Abstrakt einkasýning 29. nóvember – 1. desember
Sýningin verður opin í Pálshúsi Ólafsfirði sem hér segir:
Sýningaropnun föstudaginn 29. nóvember kl. 18:00 - 20:00
Laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00 - 16:00
Sunnudaginn 1. desember kl. 13:00 - 16:00
Allir velkomnir.