Útboðsgögn vegna jarðganga afhent í gær!

Útboðsgögn vegna gerðar jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjörð voru send verktakahópum í gær.Verktakarnir sem áður höfðu verið valdir í forvali eru Ístak/Phil og son, Balfour Beatty, Íslenskir Aðalverktakar/NCC og Arnarfell/Scandinavian Rock Group. Gert er ráð fyrir því að tilboðin verði opnuð 30. maí og fljótlega eftir það ætti að liggja fyrir hverjir koma til með að sjá um framkvæmdir.Miðað er við að gangnagröftur hefjist haustið 2004 og framkvæmdir taki um 4 ár.Í tilefni þessa áfanga hefur Samgangur boðað til fagnaðar í Skútudal n.k. sunnudag þar sem gangnamunninn kemur til með að vera í framtíðinni og eru Siglfirðingar og aðrir að sjálfsögðu hvattir til þess að mæta.