Ársreikningur 2005 afgreiddur í fyrri umræðu.

Ársreikningur Siglufjarðarkaupstaðar fyrir árið 2005 var afgreiddur í fyrri umræðu í bæjarstjórn og vísað til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs var jákvæð um rúmar 14 milljónir króna sem er um 30 milljónum króna betri niðurstaða en gert var ráð fyrir. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 16,5 milljóna króna halla. Engin lán voru tekin á árinu 2005 og hafa skuldir lækkað verulega þrátt fyrir framkvæmdir fyrir um 53 milljónir króna.Í niðurstöðu reikninga hafa lífeyrisskuldbindingar verið uppreiknaðar og gjaldfærast um 29 milljónir króna vegna þessa.Nánar um niðurstöðu reikninga þegar þeir hafa verði afgreiddir í bæjarstjórn.