Þorramót Snerpu í Boccia fór fram um helgina.

Hið árlega Þorramót Snerpu í Boccia fór fram sl. laugardag í Íþróttahúsinu. Mótið er skipulag með þeim hætti að bæjarstjórnin keppir við íþróttamenn Snerpu og tóku 14 lið þátt í mótinu að þessu sinni, 5 frá bæjarstjórn og 9 frá Snerpu. Það er skemmst frá því að segja að bæjarstjórnin náði sér engan veginn á strik og lið Snerpu röðuðu sér í efstu sætin. Sigurvegarar mótsins voru Gísli Elíasson og Anna Kristinsdóttir en í öðru sæti urðu Hrefna Hermannsdóttir og Nanna Franklínsdóttir. Um kvöldið var svo haldið veglegt Þorrablót þar sem verðlaunaafhending fór fram. Þorrablótið var haldið í Bíósalnum og tókst með miklum ágætum en um 70 manns skemmtu sér þar fram eftir kvöldi. Að lokum tók Harmonikkusveitin við og lék fyrir dansi fram eftir nóttu.