Þjóðlagahátíð 2003 hefst á morgun, 2. júlí.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í fjórða sinn sumarið 2003 frá 2.-6. júlí. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á söngdansa eða vikivaka sem nutu mikilla vinsælda á Íslandi. Hátíðin ber þess einnig merki að öld er liðin frá því Norðmenn lönduðu fyrstu síldinni á Siglufirði. Harðangursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi mun setja sterkan svip á hátíðina auk fjölda annarra listamanna, innlendra og erlendra. Sænsk-íslenski flokkurinn Draupnir setur hátíðina með flutningi vikivaka í Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 2. júlí kl.20.00. Námskeið standa yfir 3.-5. júlí. Laugardagskvöldið 5. júlí verður uppskeruhátíð og sunnudaginn 6. júlí verða hátíðartónleikar í Siglufjarðarkirkju.Boðið verður upp á námskeið í búlgörskum þjóðlögum undir stjórn hins heimsfræga Chris Speed, rímum, dönskum þjóðdönsum og raddspuna. Þá verða námskeið í silfursmíði, refilsaumi, ullarþæfingu og sögu og umhverfi SiglufjarðarHátíðin er haldin með tilstyrk Siglufjarðarkaupstaðar, Menningarborgarsjóðs, Menntamálaráðuneytis og Menningarsjóðs KEA.