Líney og Berglind ásamt Jónasi Björnssyni
Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fór fram á Blönduósi um síðustu helgi. Nokkrir íbúar Fjallabyggðar tóku þátt m.a. í boccia og golfi. Fjölmennt lið frá Snerpu tók þátt í boccia eins og greint hefur verið frá og stóðu þeir sig vel. Einn af þátttakendum frá Snerpu var Líney Bogadóttir, fædd 1922 og verður hún 93 ára í desember. Líney var önnur af tveimur þátttakendum á mótinu sem fædd eru 1922 og því elstu þátttakendurnir. Það er einnig gaman að segja frá því að með Líneyju í liði var barnabarn hennar Berglind Gylfadóttir, fædd 1964 og því með yngstu keppendum á mótinu. Berglind hefur sett sér það markmið að taka þátt í hverju Landsmóti hér eftir. Spurning er hvort að hugtakið "það ungur nemur gamall temur" eigi ekki við í þessu tilfelli?
Snerpuliðin: Með Líneyju og Berglindi í liði var Sigurður Benediktsson.