75 ára vígsluafmæli Siglufjarðarkirkju

Siglufjarðarkirkja átti 75 ára vígsluafmæli 28. ágúst sl. Af þessu tilefni verður haldin hátíðarguðsþjónusta sunnudaginn 2. september kl. 14.00.

Sr. Bragi J. Ingibergsson og sr. Vigfús Þór Árnason, fyrrum sóknarprestar í Siglufjarðarprestakalli heiðra sóknina með nærveru sinni, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup á Hólum mun predika og Hlöðver Sigurðsson syngur einsöng.

Siglufjarðarkirkja var byggð árið 1932. Arne Finsen, arkitekt, teiknaði kirkjuna en Einar Jóhannsson og Jón Guðmundsson voru byggingameistarar. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982.