Dagskrá hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, í Fjallabyggð liggur fyrir.
Samkvæmt venju verður hátíðarstund við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði kl. 11:00. Sigurður Valur Ásbjarnarson
bæjarstjóri flytur ávarp og nýstúdent, Kristín Gunnþóra Oddsdóttir, mun leggja blómsveig á leiðið. Kirkjukór
Siglufjarðar mun jafnframt syngja við athöfnina.
Kl. 13:00 verður knattspyrnuleikur yngstu iðkenda KF á sparkvellinum í Ólafsfirði og kl. 14:00 hefst hátíðardagskrá við
Menningarhúsið Tjarnarborg. Þar mun Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri flytja hátíðarræðu. Boðið verður upp
á fjölbreytt tónlistaratriði auk þess sem félagar í Leikfélagi Fjallabyggðar munu bregða á leik. Leiktæki verða fyrir yngstu
börnin og svo kl. 16:00 verður opnað í stærstu vatnsrennibraut landsins auk þess sem börnum gefst tækifæri á að fara á
hestbak.
Boðið verður upp á ókeypis rútuferðir á milli byggðarkjarna og verða þær sem hér segir:
Frá Ráðhústorginu á Siglufirði; kl. 12:30 og 13:30
Frá íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði; kl. 16:00 og 17:00
Það er fræðslu- og menningarnefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem hefur skipulagt dagskránna í ár.
Smellið á myndina til að nálgast pdf-útgáfu af dagskránni.