112 dagurinn í Fjallabyggð

Ámundi slökkviliðsstjóri fór með börnin upp í körfunni.
Ámundi slökkviliðsstjóri fór með börnin upp í körfunni.
Þann 11. febrúar var 1-1-2 dagurinn haldinn um allt land. Tilgangur dagsins er að minna á neyðarnúmerið 1-1-2. Í Fjallabyggð heimsóttu slökkvilið, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og lögregla grunnskólana og sýndu tæki og búnað og sögðu frá starfsemi sinni.

Á Siglufirði fengu þeir sem það vildu að fara upp í körfu körfubíls slökkviliðsins og í Ólafsfirði voru tveir snjóflóðaleitarhundar með í för sem vöktu mikla athygli. Heimsóknirnar þóttu takast vel og krakkarnir voru mjög áhugasamir um það sem fyrir augu bar.

112_dagurinn_640Á efri myndinni má sjá börn úr Grunnskóla Siglufjarðar í körfu körfubílsins og börn úr 1. og 2. bekk grunnskóla Ólafsfjarðar fræðast um reykköfun á þeirri neðri.