10. maí viðmiðunardagur vegna kjörskrár

Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 31. maí 2014.
Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 hófst laugardaginn 5. apríl. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi og til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Sjá nánari upplýsingar á vef sýslumanna.

Framangreindar upplýsingar koma fram á kosningavef Innanríkisráðuneytisins og í lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.