Ungmennaráð Fjallabyggðar

38. fundur 29. september 2023 kl. 10:30 - 12:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hanna Valdís Hólmarsdóttir varamaður
  • Ingólfur Gylfi Guðjónsson aðalmaður
  • Guðrún Ósk Auðunsdóttir aðalmaður
  • Steingrímur Árni Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
  • Salka Hlín Harðardóttir tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Ungmennaráð 2023-2024

Málsnúmer 2309166Vakta málsnúmer

Samþykkt
Farið yfir skipan ungmennaráðs 2023-2024. Ungmennaráð vetrarins er þannig skipað:
Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar.
Steingrímur Árni Jónsson 9. bekk og Eva María Merenda varamaður 9. bekk.
Guðrún Ósk Auðunsdóttir 10. bekk og Viktor Máni Pálmason varamaður 10. bekk
Anna Brynja Agnarsdóttir frá UÍF.
Ingólfur Gylfi Guðjónsson og Elísabet Ásgerður Heimisdóttir aðalmenn frá MTR og Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Víkingur Ólfjörð Daníelsson varamenn frá MTR.


Farið yfir fundarsköp og ráðið kaus sér formann og var Ingólfur Gylfi Guðjónsson kosinn formaður ráðsins. Formaður tók við fundarstjórn.

2.Samþykkt fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2212005Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fer yfir samþykkt fyrir ungmennaráð með fundarmönnum.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-,frístunda- og menningarmála fór yfir samþykkt fyrir Ungmennaráð. Starfsmaður ráðsins verður frístundafulltrúi.

3.Ungmennaþing 2023 - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Málsnúmer 2309167Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugað ungmennaþing SSNE sem haldið verður á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar
Frístundafulltrúi kynnir fundarmönnum dagskrá og fyrirkomulag Ungmennaþings SSNE sem haldið verður á Raufarhöfn 18.-19. október nk. Fjallabyggð má senda fjóra fulltrúa ungmennaráðs á þingið. Fundarmenn lýstu yfir miklum áhuga á ungmennaþinginu.

4.Þátttaka barna á Farsældarþingi 2023

Málsnúmer 2307042Vakta málsnúmer

Kynning á ferð tveggja unglinga á Farsældarþing og sagt frá þinginu.
Lagt fram til kynningar
Farsældarþing 2023 var haldið í Hörpu 4. september sl. Ungmennum var boðið sérstaklega á þingið. Fjallabyggð átti tvo fulltrúa ungmenna á þinginu, Hönnu Valdísi Hólmarsdóttur og Víking Ólfjörð Daníelsson, ásamt frístundafulltrúa. Hanna Valdís og Víkingur sögðu fundarmönnum frá þinginu og hvernig þau upplifðu að sitja þingið.

Fundi slitið - kl. 12:00.