Ungmennaráð Fjallabyggðar

30. fundur 07. desember 2021 kl. 14:45 - 15:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Skarphéðinn Þór Torfason aðalmaður
  • Isabella Ósk Stefánsdóttir varamaður
  • Birna Björk Heimisdóttir aðalmaður
  • Júlía Birna Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Frímann Geir Ingólfsson mætti ekki á fundinn.

1.Starfsemi Neons 2021-2022

Málsnúmer 2109006Vakta málsnúmer

Gestur fundarins var Karen Sif Róbertsdóttir umsjónarmaður Neons. Hún fór yfir starfið í Neon og fundarmenn spurðu um hin ýmsu atriði.
Ungmennaráð kom með margar frábærar hugmyndir um hvað væri hægt að hafa í Neon s.s. meistaravegg og ýmislegt annað mjög sniðugt. Hugmyndir verða sendar umsjónarmanni Neons.
Ungmennaráð þakkar Karen Sif fyrir komuna.

2.Ungt fólk og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE)

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Landsmót Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE) fyrir fulltrúa ungmennaráða á svæðinu var haldið dagana 25.-26. nóvember sl. Fyrir hönd Fjallabyggðar fóru Jason Karl Friðriksson og Skarphéðinn Þór Torfason ásamt Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Landsmótið tókst mjög vel og unnu ungmennin í starfshópum að viðfangsefnum tengdum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Afrakstur vinnustofanna var m.a. hugmynd að appi sem verður þróað áfram með aðstoð SSNE.

3.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir uppfærðar reglur um Frístundastyrki Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4.-18. ára. Fyrirhugað er að útdeiling frístundastyrkja verði rafræn frá og með 1. janúar 2022 og að styrkurinn verði kr. 40.000 á árinu 2022.

Fundi slitið - kl. 15:30.