Ungmennaráð Fjallabyggðar

29. fundur 11. nóvember 2021 kl. 15:15 - 16:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Skarphéðinn Þór Torfason aðalmaður
  • Birna Björk Heimisdóttir aðalmaður
  • Júlía Birna Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jason Karl Friðriksson boðaði forföll og varamaður hans líka. Frímann Geir Ingólfsson boðaði forföll og varamaður hans líka.

1.Ungmennaráð 2021-2022

Málsnúmer 2110069Vakta málsnúmer

Fundarmenn kusu formann og varaformann úr hópi aðalmanna.
Formaður Ungmennaráðs Fjallabyggðar er Júlía Birna Ingvarsdóttir og varaformaður er Birna Björk Heimisdóttir.

2.Ungt fólk og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE)

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Farið yfir skipulag Landsmóts SSNE sem haldið verður í Mývatnssveit dagana 25.-26. nóvember. 5 fulltrúum ungmennaráðs er boðið að fara í fylgd starfsmanns frá sveitarfélaginu. Farið verður með rútu.

Fundi slitið - kl. 16:00.