Ungmennaráð Fjallabyggðar

24. fundur 16. desember 2019 kl. 14:30 - 15:10 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Dagný Lára Heiðarsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Svanhildur Heimisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Hörður Ingi Kristjánsson boðaði forföll og varamaður hans komst ekki. Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir boðaði forföll.

1.Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra sem vera átti á Húsavík dagana 12.-13. desember var frestað vegna veðurs. Frá Fjallabyggð fara þrír fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að halda málþingið í janúar 2020.

2.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Farið yfir reglur um frístundastyrki 2020 en Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur hækkað frístundastyrk til barna á aldrinum 4-18 ára um 2500 krónur og er frístundastyrkur pr. barn því 35000 krónur fyrir árið 2020. Ungmennaráð fagnar þessari hækkun og vill koma því á framfæri að foreldrum munar mikið um þennan styrk, sérstaklega þar sem börn eru mörg eða þar sem fólk hefur ekki mikið á milli handanna.

Fundi slitið - kl. 15:10.