Ungmennaráð Fjallabyggðar

28. fundur 21. október 2021 kl. 14:30 - 15:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Skarphéðinn Þór Torfason aðalmaður
  • Jason Karl Friðriksson aðalmaður
  • Helgi Már Kjartansson varamaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Á fundinn voru boðaðir aðalmenn og varamenn ungmennaráðs. Birna Björk Heimisdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig. Frímann Geir Ingólfsson mætti ekki á fundinn.
Varamennirnir Isabella Ósk Stefánsdóttir og Sveinn Ingi Guðjónsson sátu fundinn.

1.Ungmennaráð 2021-2022

Málsnúmer 2110069Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur verið stofnað fyrir veturinn 2021-2022. Tilnefndir hafa verið:

Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar:
Aðalmenn: Skarphéðinn Þór Torfason og Jason Karl Friðriksson.
Varamenn: Sveinn Ingi Guðjónsson og Isabella Ósk Stefánsdóttir.

Fyrir hönd Menntaskólans á Tröllaskaga:
Aðalmenn: Birna Björk Heimisdóttir og Frímann Geir Ingólfsson.
Varamenn: Ronja Helgadóttir.

Fyrir hönd UÍF:
Aðalmaður: Júlía Birna Ingvarsdóttir.
Varamaður: Helgi Már Kjartansson.

Ráðið frestar kjöri formanns og varaformanns til næsta fundar þar sem ekki sátu allir aðalmenn á fundinum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir Samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar og almenn fundarsköp.

2.Ungt fólk og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE)

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er Landsmót Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) sem haldið verður Skútustaðahreppi 25.-26. nóvember nk. Aðalmönnum Ungmennaráðs gefst tækifæri til að sækja Landsmótið ef þeir vilja og varamönnum í þeirra stað ef þannig ber undir. Nánar verður rætt um Landsmótið á næsta fundi ráðsins og ákveðið hverjir sæki það fyrir hönd Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 15:15.