Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

30. fundur 09. október 2024 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
  • Anna Þórisdóttir fulltrúi ÚÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Guðrún Helga Kjartansdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Heilsueflandi starf til umræðu.
Rætt um starfið á árinu 2024.
Stýrihópurinn hélt gönguskíðanámskeið fyrir íbúa í janúar sl. sem tókst mjög vel. Einnig fengu nemendur grunnskólans segul með útivistarreglum.

Rætt um starfið út árið.

2.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2025

Málsnúmer 2410008Vakta málsnúmer

Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Stýrihópurinn velti upp nokkrum hugmyndum að verkefnum til framkvæmda á næsta ári sem hægt væri að sækja um styrk í Lýðheilsusjóð fyrir. Rætt t.d. um hugmyndir um skíðakennslu, aðstöðu til skautaiðkunar og hugmyndir tengdar landsmóti UMFÍ 50 sem verður haldið í Fjallabyggð 2025.

Fundi slitið - kl. 16:00.