Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

22. fundur 26. apríl 2022 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Guðrún Helga Kjartansdóttir mætti ekki á fundinn og ekki heldur Sigurður Egill Rögnvaldsson.

1.Umsókn í lýðheilsusjóð 2021

Málsnúmer 2109080Vakta málsnúmer

Svarbréf við umsókn Fjallabyggðar um styrk úr Lýðheilsusjóði hefur borist. Sótt var um fyrir verkefninu Þrennan. Styrkur kr. 300.000 var veittur í verkefnið.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

2.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Farið yfir hugmynd að fyrirlestri og einnig er landsátakið Hjólað í vinnuna rætt.
Lagt fram til kynningar
Rætt um möguleika á að halda fyrirlestur um andlega heilsu fyrir íbúa Fjallabyggðar næsta haust, hugmyndir eru um efni og fyrirlesara.
Landsátakið Hjólað í vinnuna hefst 4. maí nk. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hvetur íbúa Fjallabyggðar til að nýta virkan ferðamáta í daglegu lífi og taka þátt í átakinu.

3.Stýrihópur Heilsueflandi Fjallabyggð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Eftirfarandi hagsmunaaðilar eiga fulltrúa í Stýrihópi um heilsueflandi samfélag: Leik- og grunnskóli, heilsugæsla, félög eldri borgara, íþróttahreyfingin og Fjallabyggð. Fulltrúar eru ekki útnefndir til ákveðins tíma en stýrihópurinn leggur til við bæjarstjórn að fulltrúar hagsmunaaðila verði útnefndir til ákveðins árafjölda í senn á þann hátt að við upphaf nýs kjörtímabils verði óskað eftir við hagsmunaaðila að þeir endurnýi umboð sinna fulltrúa eða útnefni nýja.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar:
Stýrihópurinn leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að fulltrúar áðurnefndra hagsmunaaðila í stýrihópnum, verði útnefndir til ákveðins árafjölda í einu, á þann hátt að við upphaf nýs kjörtímabils verði óskað eftir endurnýjuðu umboði sitjandi fulltrúa eða útnefningu nýrra.

4.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Haldið áfram að fylla inn í gátlista á vinnusvæði Heilsueflandi samfélags.
Afgreiðslu frestað
Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:00.