Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

12. fundur 20. maí 2020 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Hreyfivika UMFÍ 2020

Málsnúmer 2005055Vakta málsnúmer

Hreyfivika UMFÍ 2020 verður haldin 25. - 31. maí. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag tekur undir hvatningarorð UMFÍ og hvetur fyrirtæki, íbúa, skóla og íþróttafélög til að taka þátt í hreyfingunni. Upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar auk þess sem hengdar verða upp auglýsingar á fjölförnum stöðum.

2.Lýðheilsusjóður 2020

Málsnúmer 1911044Vakta málsnúmer

Fjallabyggð fékk úthlutað kr. 300.000 úr Lýðheilsusjóði. Stýrihópur fagnar úthlutuninni.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Vegna aðstæðna í mars sl. náðist ekki að klára dansnámskeið sem Stýrihópur um heilsueflandi samfélag stóð fyrir í Tjarnarborg. Stefnt er að því að klára námskeiðið næsta haust ef aðstæður leyfa. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins.
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 25.-31. maí, sjá dagskrárlið 1.
Stýrihópurinn vill hvetja íbúa Fjallabyggðar til heilbrigðis og hreyfingar í sumar og um leið hvetja sveitarfélagið til að huga að göngustígum og fjölförnum gönguleiðum og setja bekki við gönguleiðir.

Fundi slitið - kl. 15:45.